Hagaskóli er Skólahreystismeistari 2008

Það var ótrúleg stemning á úrslitakeppninni í Skólahreysti sem fram fór í Laugardalshöll fimmtudaginn 17. apríl. Rúmega 2000 manns voru mætt til að hvetja sitt lið til dáðar.

Það voru tíu grunnskólar sem kepptu í 5 greinum.  Hagaskóli, Lindaskóli og Foldaskóli börðust um þrjú efstu sætin alla keppnina.  En Hagaskóli varð í fyrsta sæti með 53 stig. Lindaskóli varð í öðru sæti með 50 stig og Grunnskóli Siglufjarðar endaði í þriðja sæti með 40,5 stig.

Magnús Ólafsson forstjóri Mjólkursamsölunnar  og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhentu krökkunum verðlaunin sín. Mjólkursamsalan gefur öll verðlaun fyrir utan að Icefitness gefur skólahreystifötin. 
 
Fyrir fyrsta sætið fékk lið Hagaskóla 200 þúsund krónur sem renna til nemendafélags skólans, Rollerblade fitness línuskautar úr Útilíf og allan nauðsynlegan hlífðarbúnað,  íþróttatöskur fullar af skólahreystifötum,  ostakörfu, medalíur og eignarbikar.

Fyrir annað sætið fékk lið Lindaskóla  100 þúsund krónur sem renna til nemendafélags skólans, íþróttatöskur fullar af skólahreystifötum,  ostakörfu, medalíur og eignarbikar.

Fyrir þriðja sætið fékk lið Foldaskóla 50 þúsund krónur sem renna til nemendafélags skólans,  íþróttatöskur fullar af skólahreystifötum,  ostakörfu, medalíur og eignarbikar.

Íþróttakennarafélag Íslands  afhenti  svo íþróttakennurum þremur stigahæstu skólanna 60 sippubönd. 


Skólahreystimeistarar 2008Lið Hagaskóla sem sigraði Skólarheysti 2008
Talið frá vinstri er Juan Ramon Borges, Tinna Óðinsdóttir, Anna Jia og Jón Sigurður Gunnarsson. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?