Grjónagrautur með möndlum, rúsínum og kanil

Nýjasta viðbótin í léttmálslínu MS er grjónagrautur með möndlum, rúsínum og kanil. Grjónagrauturinn er líkt og hinar tvær vörurnar í línunni hrein í grunninn með hollum toppi og án viðbætts sykurs. Grjónagrauturinn er sérlega handhægur réttur sem létt er að grípa með sér og neyta hvar og hvenær sem er. Það má bæði hita grautinn eða borða hann kaldan og í lokinu eru ristaðar möndlur, rúsínur og kanill sem má skammta út á til bragðbætis eftir smekkk. Grjónagrauturinn er frábær sem nesti í vinnu eða skóla og stökkur toppurinn mun koma skemmtilega á óvart.

Fyrstu léttmálsvörurnar hafa fengið góðar viðtökur, enda holl og góð millimáltíð, og er það okkar von að nýjustu viðbótinni verði jafnframt vel tekið.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?