Gott í matinn - nýtt!

Á næstu dögum kemur á markað ný heildstæð matargerðarlína frá Mjólkursamsölunni sem nefnist Gott í matinn.

Í línunni eru 13 vörur, bæði vörur sem neytendur þekkja vel sem og spennandi nýjungar á borð við gríska jógúrt. Um er að ræða gæðavörur sem eru þægilegar í notkun og bæta matseldina. “Það má segja að við séum að svara þörf á markaðnum þar sem við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn hjá almenningi í nokkrum vörutegundum á sviði matargerðar enda virðist sem áhugi á matargerð hafi aukist töluvert upp á síðkastið“ segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markssviðs.  
Nýbreytnin er sú að nú má finna á öllum umbúðum uppskriftir og myndmerki sem sýna notkunarmöguleika. Auk þess verður opnaður nýr vefur með fjölda girnilegra uppskrifta á slóðinni www.ms.is/gottimatinn.
Glæsilegt uppskriftatímarit verður síðan sent inn á öll heimili landsmanna í byrjun apríl, en í því er fjöldi nýstárlegra og girnilegra uppskrifta auk góðra ráða við matseldina. „Það er von okkar að landsmenn kunni að meta uppskriftartímaritið sem þeir fá sent heim á næstu dögum segir Jón Axel að lokum.
 Nánar um Gott í matinn:
Gott í matinn samanstendur af 13 vörum, bæði nýjungum og vörum sem hafa verið lengur á markaði. Nýjungar í línunni eru grísk jógúrt, rifinn piparostur, rifinn gráðaostur og Mexíkóostur sem er blanda af Cheddar osti og Gouda. Aðrar vörur í línunni eru matreiðslurjómi, sýrður rjómi og rifnir ostar svo dæmi séu nefnd. Vörurnar í Gott í matinn línunni eru þægilegar í notkun, bæta matseldina og henta vel í hvers kyns matargerð, hvort sem það er hversdags eða á tyllidögum. Þær henta vel öllum þeim sem hafa gaman að matargerð. Á umbúðum í vörulínunni svo er að finna uppskriftir og myndmerki sem gefa hugmyndir að notkun.
Vefur Mjólkursamsölunnar, www.ms.is, hefur lengi verið þekktur fyrir spennandi uppskriftir enda er um að ræða stærsta uppskriftavef landsins. Nýr vefur verður opnaður 1. apríl á slóðinni www.ms.is/gottimatinn þar sem hægt að nálgast nýjar uppskriftir með vörum úr línunni. Ennfremur geta neytendur skráð sig í uppskriftaklúbb og fá sendar uppskriftir á tveggja vikna fresti. Þeir sem skrá sig í uppskriftaklúbbinn fyrir 1. maí eiga kost á ýmsum spennandi vinningum. Á vefnum er einnig „persónuleikapróf“ þar sem hver og einn getur komist að því hvers konar kokkur hann er. Á síðunni verður ennfremur hægt að nálgast glæsilegt uppskriftatímarit með spennandi uppskriftum, ýmis hollráð um matargerð ásamt kynningu á vörulínunni.
Vörurnar í matargerðarlínunni :
•             Matreiðslurjómi – 500 ml.
•             Hrein jógúrt – 500 g.
•             Grísk jógúrt – 350 g (Nýjung)
•             Rifnir ostar—200 g. :
                 - Pizzaostur,
                 - Gratínostur,
                 - Pastaostur,
                 - Mexikóostur (Nýjung)
•             Rifinn piparostur - 85 g. (Nýjung)
•             Rifinn gráðaostur – 85g. (Nýjung)
•             Rjómaostur til matargerðar 400 g.
•             Sýrður rjómi – 180 g. -umbúðir, dósir með sömu lögun og fyrr. Ný útlitshönnun og lækkað verð.
-5% léttur, 10% sýrður rjómi, 18% sýrður rjómi

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?