Gleðilegan alþjóðlegan ostadag - 4. júní!

4. júní er alþjóðlegur ostadagur og af því tilefni er upplagt að nota helgina til að gæða sér á ljúffengum íslenskum ostum því úrvalið hefur aldrei verið meira. Ostaflóra Mjólkursamsölunnar er með eindæmum fjölbreytt og má þar meðal annars finna hefðbundna brauðosta, dásamlega mygluosta úr Dölunum, bragðmikla Óðalsosta, margskonar kryddosta og sælkeraostana Goðdali úr Skagafirði sem framleiddir eru í samstarfi við KS. Hvort sem þig langar í ristað brauð með Góðosti, kex með Dala Brie, risarækjupasta með Óðals Tind, ostasalat með Mexíkóosti eða gott rauðvínsglas með bita af Feyki er tilvalið að nota þetta skemmtilega tilefni til að gera sér glaðan dag og gæða sér á sínum uppáhaldsosti um helgina – nú eða prófa einhvern nýjan.

Til gamans deilum við hér með ykkur uppskrift að bökuðum ostatenginum þar sem nýr kryddostur með Camembert er í aðalhlutverki.

Bakaðir Camembert ostateningar

 

  1. Skerið ostinn og peruna niður í teninga.
  2. Setjið sykur og síróp saman í pott og hitið við vægan hita þar til sykurinn leysist upp, bætið þá perum, pekanhnetum, salti og pipar í pottinn og leyfið að malla við vægan hita í um 5 mínútur.
  3. Setjið ostateninga í lítið eldfast mót á víxl við pekanhnetublönduna og bakið í 190° heitum ofni í 12-15 mínútur.
  4. Berið fram með ristuðu baguette brauði og skreytið með timian sé þess óskað.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?