Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag

1. júní ár hvert er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim og við í Mjólkursamölunni gleðjumst yfir því. Framtakinu var hrundið af stað af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 2001 og er tilgangur þess að vekja athygli á ávinning mjólkur og mjólkurframleiðslu í matvælakerfum heimsins, hvort sem litið er til efnahags, næringar eða samfélagsins.

Mjólk er ein næringarríkasta matvara sem völ er á, hún er góð uppspretta kolvetna, próteina, vítamína og steinefna, og jafnframt einn besti kalkgjafi sem völ er á. Mjólkursamsalan er gríðarlega stolt af eigendum sínum, kúabændum og fjölskyldum þeirra um land allt, en það er í þeirra höndum að færa okkur holla, hreina, næringarríka og bragðgóða íslenska mjólk allt árið um kring.

Við óskum kúabændum og mjólkurunnendum innilega til hamingju með daginn!

P.s. kleinan hafði samband og bað fyrir bestu kveðjum til mjólkurinnar. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?