Fullkomin ostagerð opnuð

Föstudaginn 25. október, næstkomandi, verður fullkomnasta ostagerð landsins opnuð. Um er að ræða nýja ostagerð hjá MS Akureyri en á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging í búinu á Akureyri. Eftir breytingarnar er MS Akureyri orðið að sérhæfðu ostabúi og verða þekktir ostar á borð við Góðosta og Óðalsosta framleiddir þar auk þess sem búið mun framleiða smurosta, ábætisosta, rjómaosta og ostakökur. Jafnframt pakkar búið mjólk og rjóma.

MS Akureyri tekur við um 37 milljónum lítra af mjólk á ári og framleiðir úr þeim bragðgóða og holla osta fyrir neytendur.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?