FrúTína - nýjung

FrúTína er ávaxtarík, fitulítil og verulega sykurskert jógúrt frá Mjólkursamsölunni

Nýr vöruflokkur frá Mjólkursamsölunni er kominn í verslanir, jógúrt sem ber heitið Frútína. Nafn vörunnar vísar í hátt ávaxtainnihald jógúrtarinnar sem er þrisvar sinnum meira en í hefðbundinni jógúrt, eða 20%. Jógúrtin er verulega fitu- og sykurskert og er bragðgóður kostur fyrir þá sem vilja hollar og næringarríkar mjólkurvörur.
Frútína inniheldur einungis 3% af hvítum sykri sem er um 63% minna en í hefðbundinni jógúrt. Fituinnihald Frútínu er aðeins 1% sem er töluvert minni fita en í léttjógúrt. Viðbættur ávaxtasykur í Frútínu er 2% og jógúrtin er án viðbættra sætuefna.
Frútína er svar MS við eindregnum óskum markaðarins um ferskar mjólkurafurðir án sætuefna þar sem einnig er verulega dregið úr notkun hvíts sykurs. MS býður upp á þrjár bragðtegundir af Frútínu; með jarðarberjum, ferskjum og ástaraldinum, bláberjum og jarðarberjum.
Jógúrtin er í 175 gramma dósum með skeið, þannig að hægt er að neyta vörunnar hvar og hvenær sem er.


Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?