Frú Dorrit Moussaieff kaupir íslenskt skyr í Bretlandi

Íslenska skyrið kom í hillur 200 breskra verslana á dögunum og hefur salan farið vel af stað. Frú Dorrit Moussaieff forsetafrú ólst upp í Lundúnum og eftir að hún fluttist til Íslands og kynntist bæði landi og þjóð hefur hún lagt mikið kapp á að auka hróður íslenskrar náttúru, menningar og afurða út fyrir landssteinana. Síðustu misseri hefur Dorrit hvatt breska neytendur til að prófa þessa einstöku afurð sem skyrið er og framleidd er úr hreinum íslenskum mjólkurafurðum. Á dögunum heimsótti hún Waitrose verslun nálægt heimili sínu í miðborð Lundúna til að kaupa sér skyr og í opinberri fréttatilkynningu, sem gefin var út frá skrifstofu Dorritar, kom fram að Dorrit hafi fallið fyrir íslenska skyrinu á sama tíma og hún féll fyrir Íslandi og eiginmanni sínum, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Skyrið hafi alltaf átt sinn sess á Bessastöðum og verið borðað þar eins og á öðrum íslenskum heimilinum. Dorrit er þess fullviss að skyrið sé mikilvægur hluti af heilbrigði Íslendinga og gegni án nokkurs vafa stóru hlutverki í langlífi þjóðarinnar. 

Á vef mbl.is birtist frétt um Dorrit og íslenska skyrið og má nálgast hana hér.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?