Fossvogshlaup Hleðslu 29. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu er sannkölluð hlaupaveisla fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og nú er rétti tíminn til að skrá sig til leiks. Hlaupið er orðinn fastur liður meðal margra hlaupara og hefur verið valið eitt af vinsælustu götuhlaupum landsins síðustu ár. Hlaupið byrjar og endar við Víkina í Fossvogi og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km.

Fossvogshlaup Hleðslu fer að þessu sinni fram fimmtudaginn 29. ágúst en að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á kökuveislu í íþróttasalnum í Víkinni en þar fer jafnframt fram verðlaunaafhending og afhending á glæsilegum útdráttarverðlaunum.

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og hlaupa með Hleðslu og Almenningsdeild Víkings í Fossvoginum.

Skráning er í fullum gangi á hlaup.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?