Fossvogshlaup Hleðslu 25. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu er sannkölluð hlaupaveisla fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna, og fer hlaupið nú loksins fram á ný eftir tveggja ára hlé. Hlaupið byrjar og endar við Víkina í Fossvogi og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km.

Fossvogshlaup Hleðslu fagnar 10 ára afmæli í ár og er því óhætt að segja að framundan sé ein allsherjar hlaupaafmælisveisla! Að loknu hlaupi er þátttakendum boðið upp á kökuveislu í íþróttasalnum í Víkinni en þar fer jafnframt fram verðlaunaafhending og dregið verður úr glæsilegum útdráttarverðlaunum.

Við hvetjum öll áhugasöm til að taka þátt og hlaupa með Hleðslu og Almenningsdeild Víkings í Fossvoginum.

Skráning er í fullum gangi á netskraning.is

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?