Fossvogshlaup Hleðslu 24. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu verður haldið í kvöld fimmtudaginn 24. ágúst í samstarfi við íþróttafélagið Víking. Hlaupið er frá íþróttaheimilinu Víkinni og hefst kl. 19:00. Um er að ræða eitt vinsælasta götuhlaup landsins þar sem bæði er hægt að hlaupa 5 og 10 km og er það eitt fjölmennasta sumarhlaup ár hvert. Fossvogshlaupið var kosið götuhlaup ársins á hlaup.is árið 2015 og var í öðru sæti árið 2016.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum og einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki. Útdráttarvinningar í hlaupinu eru sem fyrr með glæsilegasta móti og eru fjölmörg fyrirtæki sem taka þátt í að gera upplifun hlauparanna sem besta. Meðal vinninga má nefna hlaupaúr, þyrluflug, ostakörfur, alls kyns hlaupavörur og gjafabréf í mat og drykk. 

Skráning fer fram á hlaup.is og jafnframt er hægt að skrá sig í Víkinni á hlaupadegi frá kl. 16-18:30.

Við skemmtum okkur konunglega í fyrra og stefnum á að gera slíkt hið sama í ár.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?