Fossvogshlaup Hleðslu

Næstkomandi fimmtudag verður Fossvogshlaup Hleðslu haldið. Hægt er að velja um tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og verður ræst frá Víkingsheimilinu kl. 19. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, býst við að talsverður fjöldi hlaupara muni taka þátt en Fossvogshlaupið hefur átt miklum vinsældum að fagna á undanförnum árum og var kosið besta götuhlaupið 2015.  

Skráningar standa yfir og þeir sem skrá sig fyrir 23. ágúst geta unnið glæsileg skráningarverðlaun. 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?