Fjölmargar teikningar bárust í teiknisamkeppni 4. bekkinga

Teiknisamkeppni 4. bekkinga stóð yfir frá september til loka síðasta árs og bárust tæplega 1.300 myndir frá 71 skóla. Um þessar mundir stendur dómnefndin í ströngu að velja úr skemmtilegum, litríkum og fallegum myndum og að lokum verða 10 myndir valdar og verðlaunaðar sérstaklega með peningagjöf og viðurkenningarskjali. Peningurinn mun renna í bekkjarsjóði vinningshafa þannig að börn í viðkomandi bekk geta gert sér einhvern dagamun saman.

Vonir standa til að kynna úrslit í keppninni í byrjun febrúar og verður haft samband við vinningshafa og úrslit kynnt sérstaklega hér á vef MS sem og á skolamjolk.is

Hér að neðan má sjá þrjár af þeim tíu myndum sem unnu til verðlauna í keppninni 2014.

  

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?