Finnskur dómstóll samþykkir lögbannskröfu gegn Arla

Nú í vikunni var samþykkti finnskur dómstóll lögbannskröfu Mjólkursamsölunnar gegn sænska mjólkurframleiðandanum Arla á vörum fyrirtækisins sem merktar eru sem skyr og seldar eru í Finnlandi. MS hefur unnið mikið og öflugt útflutnings- og markaðsstarf í samstarfi við finnska fyrirtækið Skyr Finland oy og hefur skyr verið skráð sem vörumerki MS bæði í Finnlandi og Noregi. Þetta þýðir að í þessum tveimur löndum er skyr ekki túlkað sem vöruheiti heldur vörumerki sem aðrir mjólkurframleiðendur geta þ.a.l. ekki notað.

Arla hefur undanfarin misseri selt og markaðssett sitt eigið skyr sem íslenska ofur jógúrt og gert mikið úr tengingu vörunnar við Ísland í herferð sinni. Slíkt getur auðveldlega ruglað neytendur en MS hefur lagt mikið upp úr því að varðveita uppruna íslenska skyrgerilsins og því var það mikið fagnaðarefni er dómurinn var kveðinn upp. Í kjölfar téðs lögbanns er Arla gert að fjarlægja allar sínar vörur sem merktar eru sem skyr úr finnskum verslunum innan viku og því er meinað að flytja inn, markaðssetja og selja skyr þar í landi. Verði vörurnar ekki fjarlægðar á þessum tíma verður fyrirtækið sektað um það sem nemur 70 milljónum íslenskra króna.

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?