Fernur MS tilnefndar til verðlauna

MS hefur verið tilnefnt til tveggja verðlauna fyrir mjólkurfernur sínar, en um er að ræða hinar svokölluðu góðgerðarfernur sem útbúnar voru sérstaklega fyrir átaksverkefni MS, Mjólkin gefur styrk. Verðlaunin eru í tveimur flokkum: Fyrir bestu hönnunina og fyrir besta framtakið á sviði samfélagslegrar ábyrgðar.

Fjölmiðlafyrirtækið FoodBev í Bretlandi stendur fyrir verðlaununum í keppni meðal mjólkurframleiðenda víðs vegar um heiminn þar sem m.a. er valin besta nýjungin og besta hönnunin í hópi mjólkuvara. Meðal annarra mjólkurvöruframleiðenda sem tilnefndir eru má nefna stórfyrirtækin Arla og Danone.

Svört ferna með hvítum krítarskilaboðum var í aðalhlutverki árið 2014 og árið 2015 myndskreytti listakonan Gunnella fernu með kúnni Auðhumlu. Góðgerðarfernurnar eru hluti af söfnun sem MS hleypti af stokkunum fyrir Landsspítalann og hefur MS samtals safnað 30 milljónum til tækjakaupa á spítalann. Fyrir upphæðina var keyptur beinþéttnimælir og skurðarborð. Undirbúningur fyrir þriðja söfnunarátakið er hafinn og munu nýjar góðgerðarfernur til styrktar Landspítalanum líta dagsins ljós í haust.

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?