Erlendir ferðamenn áhugasamir um mjólkurvörur

Áætlað er að yfir sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á þessu ári. Ætla má að þessi fjöldi hesthúsi all nokkru magni af íslenskum matvörum meðan á dvöl þeirra stendur. Þar að auki njóta þeir fjölbreyttra og góðra veitinga á veitingastöðum landsins. Hluti af eflingu ferðaþjónustu á Íslandi er kynning á menningu og matarhefð Íslendinga. Mjólkursamsalan dreifir nú vöruveggspjaldi yfir helstu mjólkurvörur með skýringartexta á sjö tungumálum til smásöluverslunarinnar um land allt.

Vonast er til að erlendir ferðamenn eigi nú auðveldara með að finna í mjólkurkælum, þær mjólkurvörur sem þeir leita eftir.
 
Með tilkomu snjallsíma er auðvelt að ná í ýmsar hagnýtar upplýsingar í gegnum QR merki (kóða) .  Á fyrrnefndu vöruveggspjaldi er að finna QR merki sem hefur að geyma upplýsingarnar á veggspjaldinu.
Ferðamenn geta því notað snjallsíma sína, vilji þeir taka upplýsingarnar með sér.
 
Á meðfylgjandi mynd er ungt par frá Strassburg í Frakklandi. Þau hafa nú ferðast um Ísland í tvær vikur og verið mjög ánægð með land og þjóð og lent í ýmsum ævintýrum. Hér er þau stödd í verslun 10-11 í Laugalæk þar sem þau kynntu sér íslenskar mjólkurvörur og varð skyr fyrir valinu í þetta skiptið.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?