Erlend starfsemi MS í dótturfélag

Mjólk­ur­sam­sal­an hef­ur stofnað nýtt dótt­ur­fé­lag, Ísey út­flutn­ing ehf., en all­ur út­flutn­ing­ur fyr­ir­tæk­is­ins heyr­ir und­ir hið ný­stofnaða fé­lag. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá MS.

Enskt heiti fé­lags­ins er Ísey Export ltd., en breyt­ing­arn­ar eru í frétta­til­kynn­ing­unni sagðar liður í því að setja meiri „kraft og fókus“ á vörumerkið Ísey skyr á er­lend­um mörkuðum.

Skyrið er nú fá­an­legt í fimmtán lönd­um og um­svif­in í skyrsölu til út­landa sí­fellt að aukast. Ísey út­flutn­ing­ur ehf. sér einnig um all­an ann­an út­flutn­ing á vör­um sem MS sel­ur á er­lenda markaði.

Þeir starfs­menn sem áður unnu á út­flutn­ings­sviði MS munu flytj­ast með yfir í dótt­ur­fyr­ir­tækið og hafa þess­ar breyt­ing­ar eng­in áhrif á dag­lega starf­semi.

Jón Axel Pét­urs­son læt­ur af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs MS sem hann hef­ur sinnt frá ár­inu 2007 og tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra hjá Ísey út­flutn­ingi ehf. Þá mun Erna Er­lends­dótt­ir, sem sinnt hef­ur starfi út­flutn­ings­stjóra MS, taka við sem sölu- og markaðsstjóri hjá nýja fé­lag­inu.

„Það eru mörg sókn­ar­tæki­færi framund­an fyr­ir Ísey skyr og töld­um við skyn­sam­legt að halda utan um þessi tæki­færi og efla starfið í sér­stöku fé­lagi sem ein­beit­ir sér að þess­um verk­efn­um. Með þessu get­um við jafn­framt sinnt þjón­ustu við viðskipa­vini okk­ar enn bet­ur og ein­faldað verk­ferla til mik­illa muna,“ er haft eft­ir Jóni Ax­eli Pét­urs­syni fram­kvæmda­stjóra Ísey út­flutn­ings í frétta­til­kynn­ingu.

Ísey skyr er nú selt á Norður­lönd­un­um, í Fær­eyj­um, Bretlandi, Írlandi, Möltu, Sviss, Rússlandi, Hollandi, Lúx­em­borg, Belg­íu og Ítal­íu. Í byrj­un næsta árs munu svo fleiri lönd bæt­ast í hóp­inn þegar sala á Ísey skyri hefst í Ástr­al­íu, Nýja Sjálandi og Jap­an.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?