Einfaldar og skemmtilegar hugmyndir fyrir skólanestið

Góðostur er frábær millibiti og hentar vel í nestisboxið, hvort sem er ofan á brauð og flatköku, eða í bitum og lengjum með ávöxtum og grænmeti. Osturinn er mettandi, próteinríkur og ekki skemmir hversu bragðgóður hann er. Það er upplagt að leyfa hugmyndarfluginu að njóta sín þegar nestið er útbúið og innblástur má t.d. sækja í ný og skemmtileg myndbönd á gottimatinn.is þar sem íslenskur Góðostur kemur við sögu. Við viljum öll að nestið sé einfalt, hollt, gott og fjölbreytt svo að krakkarnir fái ekki leið á því. Nauðsynlegt er krakkarnir fái orku, vítamín og steinefni til að halda þeim gangandi yfir daginn og þá þarf að huga að því að nestið sé ríkt af kolvetnum, próteinum og góðri fitu. 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?