Dregið í 8 liða úrslit kvenna í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í vikunni. Sex lið úr efstu deild og tvö lið úr næstefstu deild standa eftir í keppninni og verða leikirnir 25. og 26. júní næstkomandi. Þá mætast:

ÍBV - Valur
Selfoss - Þróttur R
Fylkir - FH
Breiðablik - Afturelding
Við hlökkum til að fylgjast með þessum æsispennandi viðureignum og bendum áhugasömum á að fylgja má Mjólkurbikarnum á samfélagsmiðlum og þá eru allar upplýsingar um tímasetningar leikja að finna á vef KSÍ.
Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu skála í mjólk að loknum útdrætti.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?