Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu gengust Íslensk málnefnd og Mjólkursamsalan fyrir málræktarþingi með nemendum í 10. bekk í Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla í dag föstudaginn 16. nóvember. Málræktarþingið fór fram í Laugardalshöll en þar voru samankomin um þrjúhundruð ungmenni. Undanfarnar vikur hafa nemendurnir rætt saman um gildi íslenskrar tungu frá ýmsum hliðum og á málræktarþinginu báru þeir saman bækur sínar. Rætt var um íslenskukennslu, stafsetningu, lestur fornsagna, mannanafnanefnd, íslenska talsetningu sjónvarpsefnis og fjölmargt fleira og flutt tónlist. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Páll Óskar Hjálmtýsson flutti tónlist og talaði um mikilvægi þess að eiga dægurtónlist á íslensku. Ari Eldjárn kynnti og fór með gamanmál -- á íslensku og um íslensku (og önnur mál). Tónlistina fluttu, Guðrún Ólafsdóttir (Réttarholtsskóla), Arnaldur Ingi Jónsson (Langholtsskóla) og Saga Ólafsdóttir (Laugalækjarskóla).

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?