D-vítamín er mikilvægt fyrir geðheilsu samkvæmt nýrri rannsókn

D-vítamínbætt mjólk hjálpar til við að halda D-vítamíngildum í blóði innan eðlilegra marka

Í Fréttatímanum í dag (4. desember 2015) er birt viðtal við Ingibjörgu Gunnarsdóttur, forstöðumann Rannsóknarstofu í næringarfræði, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og yfirnæringarfræðingur Landspítala Háskólasjúkrahúss. Í grein blaðsins er fjallað um nýja íslenska rannsókn sem styður þá kenningu að samband sé á milli D-vítamínsskorts og þunglyndis, en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of Nutritional Science í vikunni. Ingibjörg segir niðurstöður benda til þess að D-vítamín sé mikilvægt fyrir geðheilsu en ekki á þá leið að stórir skammtar af D-vítamíni hjálpi til við að bæta geðið, heldur sé mikilvægt að halda sér rétt ofan við lágmarksmörk. Þeir sem mælast með lágt D-vítamín í blóði eru líklegri til að hafa verið þunglyndir á einhhverjum tímapunkti. Þannig sé mikilvægt að taka reglulega inn D-vítamín en gæta þess þó að taka ekki of mikið.

Þegar Ingibjörg er spurð hvort við fáum nóg D-vítamín úr matnum þegar sólar nýtur ekki við yfir vetrarmánuðina svarar hún: „Næstu mánuði þegar ekkert er sólarljósið þurfum við að fá D-vítamín úr matnum, bætiefnum eða lýsi og það er mikilvægt að fólk passi upp á þetta. Við erum mjög gjörn á að taka vítamín og lýsi á morgnanna og ef það gleymist þennan morguninn þá er það svo fast í okkur að við þurfum að bíða til næsta morguns, en auðvitað má þá bara taka það í hádeginu eða um kvöldið. Það að velja D-vítamínbætta mjólk kemur okkur ansi langt, þannig að ef fólk velur hana frekar en þá venjulega þá hjálpar það til við að halda D-vítamíngildum í blóði innan eðlilegra marka.“

Greinina í heild má nálgast hér.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?