Breytingar hjá Ísey útflutningi og nýtt starf aðstoðarforstjóra MS

Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á sókn í erlendum verkefnum á næstu misserum. Efla og fjölga mörkuðum sem selja skyr undir merkjum MS, hámarka skyrsölu frá Íslandi og vinna að framtíðar skipulagi og samhæfingu allrar erlendrar starfsemi sem MS tengist.

Í því ljósi hefur stjórnin ákveðið erlenda starfsemin falli undir starf forstjóra MS. Hann verði því framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. jafnframt því að vera forstjóri Mjólkursamsölunnar.

Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur einnig ákveðið að til verði starf aðstoðarforstjóra sem heyrir undir forstjóra og hefur umsjón með innlendri starfsemi MS. Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslu- og rekstrarsviðs, verður aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar.

Samhliða þessum breytingum mun Jón Axel Pétursson láta af störfum sem framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. Er honum þakkað fyrir mikið og gott framlag til Mjólkursamsölunnar og erlendrar starfsemi fyrirtækisins.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?