Breyting á útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu

Ágæti viðskiptavinur

 

Frá 12. september næstkomandi tekur gildi nýtt skipulag á dreifikerfi Mjólkursamsölunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Markmiðið með þessu er verið að bæta enn þjónustuna, vera sveigjanlegri og umhverfisvænni.

Í því felst að verið er að hagræða bílum í samræmi við stærð pantana. Stærð og fyrirferð bílana hefur verið vandamál á vissum stöðum sökum þrengsla og með minni bílum er okkur ekkert að vanbúnaði að afhenda vörur með góðu móti.

Almennt verða ekki miklar breytingar á vöruafhendingu en þar sem það verður munum við vera í sambandi við viðkomandi og ef þurfa þykir færa afhendingardaga eða hliðra afhendingu innan dags.

Það má búast við því að fyrstu vikurnar fari í ákveðna aðlögun og fínstillingu á afhendingum og biðjum við ykkur um skilning á því.

Dreifikerfið okkar er þannig uppsett að hverfi sem eru með:

·         xx-1 eru með afhendingar frá kl 7:00 – 10:00.  Panta þarf fyrir kl 13 virka daginn á undan.

·         xx-2 eru með afhendingar frá kl 10:00 – 13:00. Panta þarf fyrir kl 17 virka daginn á undan.

·         xx-3 eru með afhendingar frá kl 13:00 – 15:00.  Panta þarf fyrir kl 10 sama dag.

Eins og áður reynum við að vera oftast á sömu tímum með afhendingar en þó má búast við því að hliðrun verði innan ofangreindra afhendingartíma, fer eftir álagi hvers dags.

Til að allt gangi upp er nauðsynlegt að pantanir séu gerðar í tíma svo bæði tiltekt og dreifing geti gengið eðlilega fyrir sig.  Ef pantanir eru ekki gerðar í tíma getur heilt hverfi tafist mjög mikið, jafnvel svo mikið að aukabíll þurfi að fara með sendinguna með tilheyrandi kostnaði.

Það er von okkar og markmið með þessum breytingum að bæta dreifikerfi okkar og þjónustu enn frekar.

 

Með von um góðar undirtektir.

 

Halldór Ingi Steinsson            Aðalsteinn H. Magnússon

Dreifingarstjóri.                      Sölustjóri 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?