Beint í efni
En
Björgunarsveitarfólk tekur við fyrstu bakvarðafernunum frá MS

Björgunarsveitarfólk tekur við fyrstu bakvarðafernunum frá MS

Um land allt, á nóttu sem degi, allan ársins hring eru fleiri en 5.500 sjálfboðaliðar björgunarsveitanna til taks ef eitthvað bregður út af. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og eru á landinu öllu starfræktar 93 björgunarsveitir og 37 slysavarnadeildir sem búa yfir nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa. Til þess að vekja athygli á frábæru starfi björgunarsveita um allt land er ein hlið af mjólkurfernum MS nú tileinkuð Landsbjörg og fólk hvatt til að kynna sér starfsemi félagsins og gerast Bakverðir björgunarsveitanna.
Á meðfylgjandi mynd má sjá sjálfboðaliða hjá Landsbjörg virða fyrir sér nýju fernurnar sem verða í verslunum landsins næstu vikurnar.
landsbjorg.is