Aukapottur sumarleiks Klóa

Síðasta sumar fórum við af stað með sumarleik Klóa þar sem sérstakir lukkumiðar voru settir á  Kókómjólkursexurnar. Þeir sem ekki hlutu vinning í leiknum gátu skráð sig í auka lukkupott sem nú hefur verið dregið úr! Alls voru það 673 einstaklingar sem hlutu skemmtileg verðlaun og má þar nefna Stiga sleða, Klóa skálar, diska, lyklakippur, handklæði, spilastokka og Kókómjólkursexur. Allir vinningshafar ættu nú að hafa fengið tilkynningu um að þeir megi sækja verðlaunin sín til MS, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Þeir vinningshafar sem þegar hafa komið voru að vonum afar kátir með vinningana.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?