Auðhumla og mjaltastúlkan í bleikum búningi

Nú er styttan okkar á lóð MS Akureyri, Auðhumla og mjaltastúlkan, í bleikum búningi. Kveikt var á bleikri lýsingu við styttuna á degi bleiku slaufunnar, þann 14. október sl., og fær hún að loga út októbermánuð en viljum við með þessu taka þátt í árverkniátaki bleiku slaufunnar og sýna stuðning við baráttuna gegn krabbameini hjá konum. 

Styttan, Auðhumla og mjaltastúlkan, er eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara og var hún afhjúpað á 100 ára afmæli KEA árið 1986. Myndhöggvarinn gerði gifsmynd af verkinu sem síðan var steypt í brons erlendis. Þetta var þá stærsta höggmynd á Íslandi. Það þarf vart að taka fram að styttan er starfsfólki MS Akureyri, sem og öðrum Akureyringum, afar kær og er afar vinsælt meðal skóla- og leikskólahópa að koma við og skoða styttuna.

Því má svo bæta við að bleiki liturinn prýðir líka MS Búðardal og er gaman að sjá húsakynni fyrirtækisins í þessari fallegu og björtu lýsingu.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?