Árétting vegna fréttar á visir.is

Í frétt á visir.is var því haldið fram að skyrmagn í dósum KEA, sem framleitt er af Mjólkursamsölunni, sé undir því magni sem tilkynnt er á dósunum. Þær ásaknir í garð MS sem komu fram í fréttinni hafa nú verið dregnar til baka þar sem komið hefur fram að vigtar sem notaðar voru stóðust ekki próf. 

MS vill engu að síður nota þetta tækifæri og taka eftirfarandi fram:

MS hefur reglubundið vigtareftilit með allri sinni framleiðslu og þ.m.t. eftirlit við pökkun á skyri og öðrum sýrðum vörum í dósir. Eftirlit MS með þyngd er framkvæmt á tveimur stöðum í framleiðsluferlinu, fyrst við pökkun og síðan á rannsóknarstofu MS.

Þá vill MS koma því á framfæri við neytendur að fyrirtækið tekur öllum ábendingum um vörur þeirra alvarlega og er alltaf tilbúið að hlusta á neytendur þegar gerðar eru athugasemdir við tilteknar vörur MS. 

Þess ber að geta að ný frétt hefur verið birt á visir.is og má lesa hana hér:

Mældu yfir 1600 dósir og hver einasta uppfyllti lágmarksmagn af skyri

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?