Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október

Alþjóðlegi beinverndardagurinn er haldinn ár hvert þann 20. október. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er GÆTTU BEINA ÞINNA. Í tilefni dagsins verður Beinvernd með viðburð í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands að Hallaveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík og hefst hann kl.14:00.

Skipulag dagsins er opið hús þar sem boðið er upp á fræðslufyrirlestur, beinþéttnimælingar (ómskoðun á hælbeini) og kalkríkar veitingar. Fræðslufyrirlesturinn hefst kl. 14:00 og verður endurtekinn kl. 15:00 og 16:00. Beinþéttnimælingarnar verða á milli 14:30 og 17:00.

Á heimasíðu Beinverndar má lesa pistil eftir Halldóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Beinverndar þar sem hún fjallar um markmið dagsins og hvað við getum gert til að gæta að beinunum svo þau endist okkur vel inn í framtíðina og brotni ekki. Pistilinn má finna hér.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?