Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 27. september

18. alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim þann 27. september 2017. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”.

 

Eins og undanfarin ár verður, í tengslum við Skólamjólkurdaginn, hleypt af stokkunum teiknisamkeppni sem öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í. Þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir og hefur þátttakan í keppninni verið einstaklega góð.

 

Við hvetjum alla í 4. bekk til að taka þátt í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Myndefnið er frjálst en má gjarnan tengjast hollustu mjólkur og heilbrigðum lífsstíl. Veitt verða verðlaun fyrir 10 bestu myndirnar að mati dómnefndar. Verðlaunin fyrir hverja mynd eru 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð verðlaunahafanna.

 

Leyfið hæfileikum ykkar að njóta sín – það er til mikils að vinna fyrir bekkinn.

 

Nánari upplýsingar og vinningsmyndir síðustu ára er að finna á vefnum skolamjolk.is 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?