Alþjóðlegi mjólkurdagurinn og íslenskir kúabændur

1. júní er alþjóðlegur dagur mjólkur og við í Mjólkursamsölunni gleðjumst að sjálfsögðu yfir því. Við erum gríðarlega stolt af eigendum okkar, kúabænum og fjölskyldum þeirra um allt land, en þessi hópur vinnur hörðum höndum að því að færa okkur holla, hreina, næringarríka og bragðgóða íslenska mjólk. Birna Þorsteinsdóttir er kúabóndi á Reykjum í Árnessýslu og hefur stundað búskap síðan hún var 23 ára. Á Reykjum eru 70 kýr og fá þær allar nafn við fæðingu en í allt eru gripirnir 190 talsins, naut og kálfar á öllum aldri. Það eru engir tveir dagar eins hjá kúabændum en það er einmitt það sem Birnu þykir ánægjulegast við starfið og nefnir líka hve gaman það hafi verið að fá að taka þátt og fylgja þeirri miklu þróun sem verið hefur í starfsgreininni síðustu áratugi. Við óskum Birnu og öllum íslenskum kúabændum innilega til hamingju með daginn.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?