Alþjóðlegi mjólkurdagurinn 1. júní

 
Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er í dag, 1. júní og við í Mjólkursamsölunni gleðjumst að sjálfsögðu yfir því. Mjólk er ein næringarríkasta matvara sem völ er á, hún er góð uppspretta kolvetna, próteina, vítamína og steinefna, og jafnframt einn besti kalkgjafi sem völ er á. Við óskum kúabændum og mjólkurunnendum innilega til hamingju með daginn og deilum af þessu tilefni með ykkur uppskrift að ljúffengum morgunverðarvöfflum sem smakkast sérstaklega vel með glasi af ískaldri mjólk.
 
Tvær bragðgóðar morgunverðarvöfflur
 
1 stk. egg
1 dl Nýmjólk frá MS
1 dl Haframjöl
1 dl Kókosmjöl
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. vanilludropar
 
Haframjöl og kókosmjöl malað í blandara og svo rest bætt við og hrært saman.
Deigið sett í tveim skömmtum í vöfflujárn.
Borið fram með rjóma og berjum eða skinku og osti.
 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?