Alþjóðlegi mjólkurdagurinn 1. júní

Í dag, 1. júní, eru 15 ár síðan fyrsti alþjóðlegi mjólkurdagurinn (e. World Milk Day) var haldinn hátíðlegur árið 2001 og síðan þá hefur hróður hans vaxið víða um heim. Margir bændur og mjólkurvöruframleiðendur nota tækifærið til að minna á hollustu mjólkur og vekja athygli á starfsemi í tengslum við mjólk og mjólkuriðnað. Sú staðreynd að mörg lönd kjósa að gera þetta á sama degi eflir samhug í greininni og sýnir svo ekki verður um villst að mjólkin er alþjóðlegur drykkur.

Mjólk er líklega ein næringarríkasta matvara sem völ er á, hún er góð uppspretta kolvetna, próteina, vítamína og steinefna, og jafnframt einn besti kalkgjafi sem völ er á. Á síðustu árum hefur átt sér stað mikil vöruþróun á sviði mjólkur og mjólkurafurða og tekur þessi vöruþróun mið af breyttum neysluvenjum almennings. D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk voru til að mynda þróaðar af beiðni íslenskra heilbrigðisyfirvalda og kynntar neytendum í byrjun árs 2012, léttmjólk, og svo árið 2015, nýmjólk.

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?