Aðalfundur Auðhumlu 2017

Aðalfundur Auðhumlu samvinnufélags kúabænda og aðaleiganda Mjólkursamsölunnar ehf. fór fram í fundarsal Mjólkursamsölunnar á Selfoss föstudaginn 21. Apríl 2017.

Afkoma Auðhumlusamstæðunar* árið 2016 var 363,7 milljónir króna hagnaður eftir skatta en var 137 milljóna tap árið 2015. Þessi 501 milljóna króna viðsnúning má fyrst og fremst rekja til tekna af erlendri starfsemi tengdri skyrsölu og söluhagnaðar af eignasölu. Eigið fé samstæðunnar var í árslok 7.505 milljónir króna.

Kúabændum sem leggja inn mjólk til Auðhumlu fækkaði um 38 árið 2016 og er það hraðari fækkun en hefur verið um árabil en  innleggjendur í árslok voru 546. Margt bendir til að viðlíka fækkun verði á yfirstandandi ári og verði innleggjendur þá um 500 í lok þessa árs.

Hægt er að lesa ársskýrslu Auðhumlu hér

 *Ársreikningurinn er samstæðureikningur Auðhumlu svf. og dótturfélaga. Þau eru Mjólkursamsalan ehf., sem er í 90,1% eigu félagsins, Bitruháls ehf. og Kostur ehf. sem eru í 100% eigu Auðhumlu. Þessi félög hafa öll starfsemi með höndum. Þá nær reikningurinn til Mjólkurbús Flóamanna ehf. og Norðurmjólkur ehf. sem eru ekki í rekstri en í 100% eigu Auðhumlu svf.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?