11 ára strákur datt í lukkupottinn

Nýlega var dregið í spurningaleiknum á www.jolamjolk.is. Ellefu ára strákur, Daníel Orrason, hafði heppnina með sér og vann fyrstu verðlaun sem er Playstation leikjatölva. Meðal annarra vinninga voru Ipod Shuffle, sælkeraostakörfur, gjafakort í Smáralind og DVD diska. Þátttaka var gríðarlega góð og alls bárust yfir 15.000 skráningar í leikinn. Síðan www.jolamjolk.is var mjög vel sótt fyrir jólin enda er þar hægt að nálgast uppskriftir að jólamatnum, skoða myndir af jólasveinunum og fræðast um þá, senda rafrænar jólakveðjur og margt fleira.

Lista yfir vinningshafa má nálgast hér.

Daníel Orrason, 11 ára, var að vonum ánægður með stóra vinninginn.

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?