Í tilefni af ábendingu um galla í Hleðslu drykk frá MS

Vegna ábendingar um aðskotahlut í Hleðslu drykk vill MS koma því á framfæri að um leið og ábending barst fyrirtækinu var málið sett í formlega skoðun innan MS og sýni sent Matís til skoðunar. Fyrstu niðurstöður staðfesta að ekki var um kjöt- eða fiskafurðir að ræða. Líklegasta skýringin á þessum tímapunkti er sú að ákveðin hráefni í framleiðslunni hafi ekki leyst nægilega vel upp og orðið að 4-5 cm hlaupkenndu stykki sem mygla myndaðist í.

 

Farið verður nákvæmlega yfir verkferla í vinnslurýminu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.

Vegna ljósmyndar af innihaldi drykkjarins vill MS taka fram að í vinnslurýmum fyrirtækisins er hvorki kjúklinga- né fiskvinnsla. Hvorki kjúklingur né fiskur er notaður sem hráefni í vörur MS. Þetta á við um öll vinnslurými MS, þar með talið svæðið þar sem Hleðslu drykkur er framleiddur. Hráefnin sem notuð eru í vinnslurými Hleðslu eru hágæða íslensk prótein, bragðefni og bindiefni. Talið er að um eingangrað tilvik hafi verið að ræða. Innihaldið er ekki hættulegt til neyslu og framleiðslulotan ekki lengur í sölu. 

 

MS tekur öllum ábendingum er varða gæði vara fyrirtækisins alvarlega, enda er fyrsta skylda MS að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við framleiðum.

 

Þá vill MS koma því á framfæri að móttökur þær sem viðskiptavinur fékk þegar hann lét vita af galla í Hleðslu drykknum voru ekki í samræmi við stefnu fyrirtækisins og harmar MS þær og biðst velvirðingar á þeim.

 

 

 

 

Fleiri fréttir

 

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?