Fréttir

Valur Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022

30.08.2022 | Valur Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022

Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna 2022!

Breiðablik og Valur mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli og voru það Valur sem hafði betur, 2-1. Birta Georgsdóttir kom Breiðablik í 1-0 í fyrri hálfleik en Cyera Makenzie Hintzen og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu fyrir Val í síðari hálfleik.

Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Vals í meistaraflokki kvenna síðan árið 2011, en þá vann liðið sigur á KR.

Til hamingju Valur!

Fossvogshlaup Hleðslu 25. ágúst

19.08.2022 | Fossvogshlaup Hleðslu 25. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu er sannkölluð hlaupaveisla fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna, og fer hlaupið nú loksins fram á ný eftir tveggja ára hlé. Hlaupið byrjar og endar við Víkina í Fossvogi og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km. Fossvogshlaup Hleðslu fagnar 10 ára afmæli í ár og er því óhætt að segja að framundan sé ein allsherjar hlaupaafmælisveisla! Að loknu hlaupi er þátttakendum boðið upp á kökuveislu í íþróttasalnum í Víkinni en þar fer jafnframt fram verðlaunaafhending og dregið verður úr glæsilegum útdráttarverðlaunum. Við hvetjum öll áhugasöm til að taka þátt og hlaupa með Hleðslu og Almenningsdeild Víkings í Fossvoginum.

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2021

21.07.2022 | Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2021

Komin er út þriðja umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir 8,2% samdrátt á CO2 losun áður mældra losunarþátta frá fyrra ári. Má rekja þann árangur til áherslna fyrirtækisins á að nýta innlenda endurnýjanlega orkugjafa og að huga að hringrásarhagkerfinu í sinni starfsemi.

Samstarfsverkefni Mjólkursamsölunar og Herdísar Storgaard

06.07.2022 | Samstarfsverkefni Mjólkursamsölunar og Herdísar Storgaard

Mjólkursamsalan og Herdís Storgaard, forstöðukona hjá Miðstöð slysavarna barna, hafa tekið höndum saman og útbúið stutt og skýrt forvarnarmyndband um papparör. Tilgangur þessa verkefnis er að vekja athygli fólks á þeirri hættu sem getur skapast þegar ung börn nota papparör og -skeiðar án eftirlits, en pappinn blotnar við notkun og getur orðið það mjúkur að hann rifni í sundur og hrökkvi ofan í barnið.

Frísklega  Sumarostakakan með sítrónu svalar bragðlaukunum!

07.06.2022 | Frísklega Sumarostakakan með sítrónu svalar bragðlaukunum!

Sumarostakakan frá MS Eftirréttum er komin í hillur verslana, en sítrónuþekjan ofan á henni á einstaklega vel við bragðlaukana á sumrin og guli liturinn tónar vel við sólina. Ostakökur eru sígildar og vinsælar sem eftirréttur að lokinni góðri mált...

Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag

01.06.2022 | Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag

1. júní ár hvert er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim og við í Mjólkursamölunni gleðjumst yfir því. Framtakinu var hrundið af stað af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 2001 og er tilgangur þess að vekja athygli á ávinning mjólkur og mjólkurframleiðslu í matvælakerfum heimsins, hvort sem litið er til efnahags, næringar eða samfélagsins. Mjólkursamsalan er gríðarlega stolt af eigendum sínum, kúabændum og fjölskyldum þeirra um land allt, en það er í þeirra höndum að færa okkur holla, hreina, næringarríka og bragðgóða íslenska mjólk allt árið um kring. Við óskum kúabændum og mjólkurunnendum innilega til hamingju með daginn! P.s. kleinan hafði samband og bað fyrir bestu kveðjum til mjólkurinnar.

Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

01.06.2022 | Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

Mjólkursamsalan skipti á dögunum út bílaflota söludeildarinnar fyrir rafmagns- og tengitvinnbíla og er hér um að ræða ánægjulegt skref yfir í grænni akstur. Búið er að koma upp átta hleðslustöðvum hjá MS Reykjavík og verða slíkar stöðvar jafnframt settar upp á Akureyri og á Selfossi. Sölufólk fyrirtækisins keyrir um 180 þúsund kílómetra á ári svo það munar um minna þegar kemur að kolefnislosun.

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú í 1l fernu

31.05.2022 | Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú í 1l fernu

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú loksins í 1l fernu en margir neytendur hafa óskað eftir þessum möguleika síðustu misseri og því einstaklega gaman að geta tilkynnt viðskiptavinum okkar að kallinu hefur verið svarað. Hleðsla er frábær valkostur eftir æfingar, út í kaffi, boost og hafragraut og svo er upplagt að nota hana í próteinpönnukökur og hvað eina sem fólki dettur í hug.

Lokað hjá MS uppstigningardag 26. maí

23.05.2022 | Lokað hjá MS uppstigningardag 26. maí

Lokað verður hjá Mjólkursamsölunni fimmtudaginn 26. maí, uppstigningardag. Engin vörudreifing verður frá MS þann dag. Vinsamlega gerið ráðstafanir með pantanir og dreifingu í tíma.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?