Umhverfisvænni umbúðir

Nýju mjólkurfernur MS eru framleiddar úr endurnýjanlegu hráefni úr plönturíkinu; pappinn er úr trjám og plastið sem notað er í tappann er unnið úr plöntum. Umbúðirnar eru þær umhverfisvænstu sem völ er á fyrir drykkjarmjólk og framleiddar af sænska umbúðaframleiðandanum Tetra Pak. MS er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi sem setur alla mjˇlk í þessar umbúðir.

Hvaðan koma pappinn og plastið?

Pappinn í fernunum er úr ábyrgri skógrækt, með vottun frá FSC™ (Forest Stewardship Council), og annarri vottaðri trjávinnslu. Með ábyrgri skógrækt er átt við að skógar sem nýttir eru til uppskeru fá að endurnýja sig og trjávexti er haldið gangandi.

Plastið í tappanum er ólíkt öðru plasti þar sem það er ekki unnið úr olíu, heldur úr sykurreyr. Sykurreyrinn er aðallega gróðursettur á rýru beitiland og niðurníddum högum. Hverja plöntu er hægt að nýta til uppskeru í 5-7 ár áður en planta þarf nýrri. Með þessari nýju aðferð er ekki gengið á takmarkaðar jarðefnaauðlindir við framleiðsluna og á sama tíma er dregið úr aukinni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.

Umbúðir úr endurnýjanlegum hráefnum

Endurnýjanleg auðlind er auðlind sem hægt er að nota áfram svo lengi sem séð verður án þess að hún rýrni. Hefðbundið plast er unnið úr olíu, sem er takmörkuð auðlind, og við vinnslu á henni losnar aukið magn koltvísýrings CO2 út í andrúmsloftið sem hefur m.a. áhrif á hlýnun jarðar. Plastið í nýju fernunum er unnið úr sykurreyr sem er endurnýjanlegt hráefni og hefur auk þess þann kost að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu á meðan hann vex.

PappÝr og plast sem nota­ er Ý umb˙­ir MS eru endurvinnanleg efni. PappÝr er au­lind sem hŠgt er a­ nřta til řmissa hluta sÚ hann flokka­ur frß og skila­ til endurvinnslu en auk ■ess hafa skil ß plasti til endurvinnslu umhverfislegan ßvinning ■ar sem magn ur­a­s ˙rgangs minnkar.

 

Fernur eiga framhaldslíf

Með því að skila fernum til endurvinnslu má segja að þær öðlist framhaldslíf en tómar fernur ásamt öðru pappírs- og pappaefni er flutt til Svíþjóðar til endurvinnslu.

Í endurvinnslustöðinni er efnið unnið áfram og verður m.a. að nýjum umbúðum, t.d. morgunkorns- og pitsukössum o.fl. Með endurvinnslu er hægt að nýta ákveðinn hluta úrgangs til að búa til nýtilegt efni. Þannig er bæði dregið úr urðun úrgangs og mengun og orka og landsvæði sparast.

Með því að brjóta fernurnar saman er dregið úr umfangi þeirra svo um munar og þannig taka þær minna pláss í pappírstunnum og -gámum.

Fer­alag fernunnar

Hvert tonn af pappír sem fer til endurvinnslu sparar um 26.000 lítra af vatni og 17 tré. Fyrir hvert kg af plasti sem fer til endurvinnslu sparast 2 kg af olíu.
(Heimild: Sorpa og Tetra Pak)

Verum me­vitu­ um eigin neyslu, t÷kum afst÷­u me­ umhverfinu og endurvinnum.

Umhverfisstefna MS

MS leggur áherslu á gæðaframleiðslu í sátt við náttúruna og umhverfið, enda eru umhverfismál meðal forgangsmála fyrirtækisins. MS hefur það að markmiði að minnka losun á úrgangi út í umhverfið, minnka orkunotkun og bæta hráefnisnýtingu. Við hönnun og val á umbúðum er sérstaklega tekið tillit til þessara þátta.

Pappafernurnar eru endurvinnanlegar og notkun trjáa við framleiðslu þeirra er skilað margfalt til baka með nýrri trjárækt. Pappafernur fyrir mjólk og mjólkurvörur eru því í ýmsum skilningi umhverfisvænar. Þær eru léttar í flutningi og lögunin leyfir mikið magn á flutningabílum sem fara því færri ferðir og valda þannig minni eldsneytisútblæstri út í andrúmsloftið.