Notaleg samvera toppuð með úrvali af bragðgóðum eftirréttum

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. Hjá MS hefur þú val um hreinar, bragðbættar eða kolvetnaskertar sýrðar mjólkurafurðir. En þegar þú vilt gera vel við þig og þína þá býður þú upp á eitthvað gott úr eftirréttalínu MS.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi og auðvelt er að brydda upp á nýjungum eða skemmtilegri framsetningu á eftirréttunum. Reglulega komum við með nokkra árstíðabundna eftirrétti sem fanga augnablik líðandi stundar og er tilvalið að njóta með fjölskyldu og vinum - eða á stefnumóti með sjálfum sér.

Það er eitt sem einkennir eftirrétti - þeir eru aldrei leiðinlegir. Þú átt eftir að skemmta þér vel við að prufa þig áfram með framreiðslu þeirra.

Ostakökur

Bank, bank. Það eru komnir gestir! Og þeir hringdu ekki á undan sér. Enginn tími til að baka en það gerir ekki til. Það er ostakaka í ísskápnum, handhæg, gómsæt, girnileg. Sjá úrvalið.

Ostakökur

Takið lokið af og stingið niður með börmum formsins, u.þ.b. 1−2 cm og losið frá.

Klippið nú álformið niður að botni. Þá er auðvelt að losa það.

Takið kökuna varlega af botninum með spaða.

 

Bláberjamór

Ef það er eitthvað sem er betra en ein Bláberjaostakaka, þá eru það tvær! Stundum þurfa eftirréttir ekki að vera mikið flóknari en það.

Það sem þú þarft
Það sem þú þarft
Tvær Bláberjaostakökur frá MS
Askja af ferskum bláberjum
Flórsykur

Aðferð
Gott er að byrja á því að setja Bláberjaostakökurnar í frysti. Þetta hjálpar til við að halda fallegri lögun þegar þeim er staflað upp. Þegar þær eru komnar á disk þarf einungis að dreifa fersku bláberjunum yfir toppinn og sigta svo ögn af flórsykri yfir. Auðvitað má svo taka skreytingarnar enn lengra ef ímyndunaraflið leyfir.

Einfalt og ljúffengt

Hjartadrottningin

Það þarf ekki að vera flókið að gera bragðgóðan og skemmtilegan eftirrétt.
Eina sem þarf er fjörugt ímyndunarafl og örfá hráefni

Það sem þú þarft
Hindberjaostakaka frá MS
Askja af ferskum hindberjum
Makkarónur að eigin vali
Spil eða annað skemmtilegt skraut
Karamellukrem (eða þeyttan rjóma ef þú vilt hafa þetta enn einfaldara)

Karamellukrem (valkvætt)
450 g smjör við stofuhita
340 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
¼ tsk. sjávarsalt
70 ml karamellusíróp

Aðferð
Best er að byrja á kreminu. Hrærið smjörið þar til það verður ljóst og létt. Blandið flórsykrinum saman við, smávegis í einu og hrærið vel á milli. Blandið vanilludropum, sjávarsalti og karamellusírópi saman við og hrærið í 5 mínútur. Ef ykkur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta smá mjólk saman við.

Setjið Hindberjaostakökuna á bakka eða disk. Notið sprautupoka til að gera fallega toppa með kreminu, stingið makkarónunum í kremið og dreifið fersku hindberjunum smekklega yfir kökuna. Að lokum má skreyta hana með einhverju skemmtilegu eins og spilum; látið hugmyndaflugið ráða!

 

 

Röndótt afmæli

Það sem þú þarft
1 Lakkrísostakaka frá MS
Lakkrísbrjóstsykur eða lakkrískurl
Röndótt rör og dúskar
Leikfang til að skreyta með

Aðferð
Svartir og hvítir dúskar þræddir á tvinna. Tveimur rörum stungið í kökuna og dúskarnir strengdir á milli þeirra. Kakan er skreytt með muldum lakkrísbrjóstsyrki eða lakkrískurli. Kakan er fullkomnuð með sebrahesti, eða öðru skemmtilegu leikfangi sem passar við.

Lakkrísbomba

Það sem þú þarft
2 Lakkrísostakökur frá MS
Þeyttur rjómi
Súkkulaðikúlur með lakkrís

Lakkríssósa
150 g bingókúlur
100 ml rjómi
50 g suðusúkkulaði

Aðferð
Takið tvær Lakkrísostakökur og leggið saman svo þær myndi tvær hæðir. Öll hráefnin í sósunni eru brædd saman í potti við vægan hita á meðan hrært er stöðugt. Takið sósuna til hliðar og látið hana kólna, hellið henni svo varlega yfir kökuna. Þeytið rjóma og skreytið kökuna með rjómatoppum. Kórónið svo kökuna með nokkrum lakkrískúlum.

 

 

Áttu hindber?

Það sem þú þarft
1 Hindberjaostakaka frá MS
Hindber
Hindberjasósa

Hindberjasósa
100 g sykur
2 dl vatn
100 g hindber fersk eða frosin
1 tsk sítrónusafi

Allt sett í pott, soðið saman og kælt.

Góð ráð
Til að flýta enn meira fyrir er hægt að kaupa tilbúna hindberja- eða jarðarberjasósu.

Sæta sæta

Kakan er tekin úr forminu og sett á fallegt fat. Snickers súkkulaði skorið í bita og stráð yfir ásamt pekanhnetum.

Kakan er borin fram með volgri karamellusósu og rjóma.

Það sem þú þarft
1 Karamelluostakaka frá MS
1 Snickers
1 poki pekanhnetur

Karamellusósa
1 bolli sykur
1/4 bolli vatn
1/2 bolli MS rjómi

Sjóðið sykur og vatn saman í 3-4 mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Takið af hellunni og hrærið rjómanum varlega saman við. Hellið yfir kökuna eða berið fram í könnu.

Góð ráð
Þessa kaka er líka mjög góð með þeyttum rjóma. Það er einfalt að skreyta hana með því að sprauta á hana rjóma og setja til dæmis lítið blóm á hana. Lítil sóley eða fjóla úr garðinum gerir gæfumuninn.

 

 

 

... nóg til og meira frammi

Þessar hugmyndir og fleiri er að finna í hér.

Bakaðar ostakökur

Nýjung í Eftirréttalínu MS

Bökuðu ostakökurnar munu slá í gegn við öll tækifæri. Sem eftirréttur eða í stjörnuhlutverki í kaffiboði eða saumaklúbb.

Góðar einar sér og himneskar með berjum og þeyttum rjóma.

 

 

Engjaþykkni

Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur.

Engjaþykkni stracciatella og stjörnukorni

Engjaþykkni með karamellubragði og korni

Engjaþykkni með jarðarberjum og morgunkorni

Brjóttu upp hversdaginn og berðu vel kælt Engjaþykkni fram í glasi á fæti sem eftirrétt. Kemur virkilega á óvart og tekur nokkrar mínútur í undirbúningi.

Hrísmjólk

Sumir líta á Hrísmjólkina sem sparimorgunmat, aðrir sem gómsætt millimál en það er velþekkt leyndarmál að Hrísmjólkin er líka glæsilegur eftirréttur í skál sem þú getur reitt fram hraðar en gestirnir ná að segja: „Takk fyrir mig.“ Bættu nokkrum berjum ofan á til að fullkomna verkið.

 

 

Smámál

Bestu réttirnir eru þeir sem skilja mann eftir með löngun í meira. Þannig er Smámálið, og betra að hafa skeiðina í minni kantinum. Þá endist það lengur.

Smámál með súkkulaði

Fallegt glas með mildu frauði skreyttu með rjómablúndu og kurluðu súkkulaði sómir sér á hvaða veisluborði sem er.